logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Listaskólinn heldur 25 tónleika á aðventunni

30.11.2021 14:13

Stór þáttur í námi nemenda Listaskólans er að koma fram á tónleikum og framundan eru 25 nemendatónleikar Listaskólans á aðventunni. Í ljósi smitvarna verður skipulagi tónleika háttað þannig að 8-14 börn koma fram á hverjum tónleikum og mega 2 gestir fylgja hverju barni.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tónleikadagatal og þar er skipulag tónleika eftir kennurum.

Staðsetningar tónleikanna eru mismunandi og breytilegir litir á tónleikadagatali sýna mismunandi staðsetningar.

Vonandi náum við að halda þessu skipulagi en það veltur þó alltaf á stöðunni hverju sinni, þ.e. hvernig fjöldatakmörkunum, sóttvörnum og fleiru því tengdu er háttað.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira