logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Söngdeild

Í Listaskóla Mosfellsbæjar eru þrennskonar áherslur í söngkennslu. Boðið er upp á nám í klassískum söng og rytmískum (popp/jazz) söng. Einnig er sérstök deild fyrir unga söngnemendur sem kallast ungdeild. 

Í ungdeild er veitt grunnleiðsögn í söngtækni fyrir 8-12 ára börn. Veitt er leiðsögn í framsögn og framkomu og 2-3 nemendur eru saman í hóp.  Kennt er einu sinni í viku og gengið út frá því að hver nemandi eigi 20 mínútur, þannig að ef nemendur eru tveir er tíminn í 40 mínútur og ef þeir eru þrír er kennslustundin í 60 mínútúr.  Einstaka sinnum getur kennari þó ákveðið að hafa nemandann ekki í hóptíma heldur kæmi hann þá í einkatíma. Undirleikari er með í kennslustund aðra hvora viku. 

Í klassískri söngdeild er áhersla lögð á að ná  tökum á góðri og heilbrigðri raddbeitingu  ásamt túlkun og framkomu. Hægt er að velja um hálftíma- eða klukkutíma einkatíma á viku og er gengið út frá því að nemandi sé að minnskta kosti 13 ára gamall. Nemendur fá einnig val um undirleikstíma hjá undirleikara í söngdeild og er misjafnt eftir hvar nemandinn er staddur í námi sínu hversu langur undirleikstími er í boði. Samsöngstímar eru einu sinni í viku og tónfræði sem hliðargrein er einnig mikilvægur partur af náminu. 

Í rytmísku söngnámi er markmiðið að kenna nemendum heilbrigða raddtækni, túlkun, framkomu og  tækni við að syngja í míkrafón.  Val er um 30 eða 60 mínútna  einkatíma á viku og eru undirleikstímar einnig í boði fyrir þá nemendur sem eru aðeins komnir áleiðis í náminu, ásamt tónfræði, vikulegum samsöngstímum og mögulega þátttöku í rytmískum samspilum. 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira