logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Sellónám

Sellónám við Listaskóla Mosfellsbæjar

Sellóið tilheyrir fjölskyldu strengjahljóðfæranna og hefur sömu lögun og fiðlan. Sellóið kom fyrst fram um 1600 og hefur síðan í meginatriðum verið óbreytt. Til eru selló í mörgum mismunandi stærðum og getur hljóðfærið þannig „vaxið með barninu“.  Listaskóli Mosfellsbæjar býður selló til útleigu gegn vægu gjaldi.

Löngum hefur verið rætt um að ekkert þroski tóneyra jafn mikið og nám á strengjahljóðfæri þar sem nemandi þarf að leggja sig mjög fram í hlustun við að leita eftir hreinum tón en flest önnur hljóðfæri eru uppbyggð þannig að „ýtt er á ákveðna takka“ og réttur tónn fæst þannig.

Sellókennari Listaskólans er Kristín Lárusdóttir sem hefur áralanga kennslureynslu og hefur verið mjög virk í tónlistarlífinu bæði sem einleikari og sem meðleikari í mörgum og mjög fjölbreyttum tónlistarhópum og verkefnum. Kristín býður bæði upp á hefðbundna sellókennslu en hún er einnig menntuð sem Suzukikennari.

Tvær leiðir eru í boði í Sellónámi fyrir byrjendur:

Suzukikennsla: Þar læra börnin til dæmis að leika eftir eyra með stöðugri hlustun á námsefnið og hentar þeim mjög vel að byrja ung. Nótnalestur bætist svo við síðar.  Foreldrar fylgja börnunum í tímana og æfa með þeim heima og felst námið bæði í einkatímum (30mín. 1x í viku) og hóptímum (aðra hverja viku). Upprifjun er snar þáttur í náminu.  

Hefðbundin kennsla: Grunnur er kenndur eingöngu í einkatímum (2x30 mín, 2x í viku). 

Ýmislegt fleira má nefna og leggur Kristín mikið upp úr því að byggja upp jákvætt hugarfar og hvatningu. Börnin fá þjálfun í framkomu með því að koma fram á tónleikum frá því fyrsta, leik og gamansemi er flettað inn í kennsluna og stuðst meira við herminám fremur en útskýringar til að ná fram betri skilningi hjá börnunum. Boðið er upp á foreldrafræðslu í byrjun náms.

Hér má sjá nánar um Suzukiaðferðina:

https://www.suzukisamband.is/adferdin

 

Hér má sjá nokkur myndbönd af youtube sem sýna fjölbreytileika sellósins:

Svanurinn með ungstirninu Sheku: https://www.youtube.com/watch?v=CsZdG8vt0Q4

Þessi sellisti mjög skemmtilegur: https://www.youtube.com/watch?v=DKC-lRhvdNY

Hin fræga Prelude eftir J.S.Bach https://www.youtube.com/watch?v=poCw2CCrfzA

Rokk með tékkneskum sellókvartett: https://www.youtube.com/watch?v=qpbX7SbXOtU

 Hin fræga JACQUELINE DU PRE og konsert Dvorák: https://www.youtube.com/watch?v=U_yxtaeFuEQ

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira