logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Almennar skólareglur

Skólareglur Listaskóla Mosfellsbæjar

Nemendum ber að mæta stundvíslega í allar kennslustundir.

Allar fjarvistir skulu tilkynntar eins fljótt og auðið er til viðkomandi kennara eða á skrifstofu Listaskólans á listaskoli@mos.is eða í síma 5666319. Forföll nemenda undir 18 ára aldri skulu tilkynnt af foreldrum/forráðamönnum.   

Síendurteknar fjarvistir án leyfis geta varðað brottvikningu úr skólanum.

Nemendum ber að koma með tilskilin námsgögn í allar kennslustundir, þ.e. bækur, ritföng og hljóðfæri ef við á.

Kennara er ekki skylt að bæta upp þær kennslustundir er kunna að falla niður vegna veikinda hans eða veikinda nemenda. Í langvarandi veikindum kennara kappkostar skólinn að útvega forfallakennara í hans stað. Skólinn endurgreiðir ekki hlutfallslega af skólagjaldi vegna kennslustunda sem falla niður vegna veikinda kennara.

Nemandi sem hættir eftir að önn hefst ber að greiða fullt gjald fyrir þá önn sem hafin er. Annarskil haustannar og vorannar eru um áramót. Ákveði nemandi að hætta námi um áramót þarf að láta vita af því fyrir 1. nóvember.

Nemendur skulu ganga vel og snyrtilega um skólann og eigur hans.

Nemendum sem taka á leigu hljóðfæri hjá skólanum ber að fara vel með þau og er þeim bannað að lána hljóðfærin. Viðhald hljóðfærisins á lánstímanum og skemmdir af völdum slæmrar meðferðar eru á kostnað nemenda/forráðamanna.

Hafi nemandi hug á að koma fram opinberlega utan tónlistarskólans, skal hann gera það í samráði við tónlistarkennara sinn.

 

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira