logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Almennar skólareglur

1. Nemendum ber að koma stundvíslega í allar kennslustundir, sem þeir eru skráðir í. Veikindaforföll eða aðrar fjarvistir ber forráðamanni/nemanda að tilkynna á skrifstofu skólans með eins löngum fyrirvara og unnt er. Bregðist það verður litið á það sem óheimila fjarvist, þ.e. skróp.

2. Nemendum ber að koma með tilskilin námsgögn í allar kennslustundir, þ.e. bækur, ritföng og hljóðfæri ef við á.

3. Í skólanum eru lögboðnir frídagar þeir sömu og í grunnskólunum. Starfsdagar í grunnskólum eru ekki frídagar í tónlistarskólanum, nema þeir séu samræmdir á skóladagatali og það sama gildir um ferðalög sem farin eru á vegum grunnskólans á starfstíma tónlistarskólans. Ef forráðamaður óskar leyfis úr kennslustund fyrir nemanda skal biðja um það með góðum fyrirvara. Ástæður eru þá metnar af kennara hverju sinni.

4. Ef nemandi vanrækir námið og boðar ekki forföll vegna fjarvista í 4 vikur samtals, fær hann viðvörun, en ef forföll verða 7 vikur samtals, telst hann hættur í námi.

5. Samkvæmt 14. gr. reglugerðar skólans geta nemendur einungis fengið skólagjöld endurgreidd ef þeir hætta námi vegna veikinda eða brottflutnings.

6. Falli kennslustund niður vegna veikinda kennara, er alltaf reynt að hafa samband við heimili nemandans og tilkynna um það með fyrirvara. Ef kennari er veikur um lengri tíma ber skólanum að útvega forfallakennara í hans stað ef kostur er. Skólinn endurgreiðir ekki hlutfallslega af skólagjaldi vegna kennslustunda sem falla niður vegna veikinda kennara. Kennurum er heldur ekki skylt að bæta upp tímatap vegna minni háttar veikinda nemenda eða annarra forfalla þeirra.

7. Þegar óveður geisar gildir sama regla og í skyldunámsskólum, þ.e. að skólahald fellur ekki niður, en börn eru alltaf send í skólann á ábyrgð foreldra.

8. Blásturshljóðfæri, strengjahljóðfæri í barnastærðum eru leigð út til nemenda. Foreldrar geri leigusamning við skólann þar að lútandi. Útlánstími hljóðfæra er 3 ár. Strengjahljóðfæri eru lánuð þar til nemandi þarf fulla hljóðfærastærð. Nemendum er skylt að fara vel með hljóðfærin. Ef hljóðfæri verður fyrir skemmdum vísast til ákvæða í hljóðfæraleigusamningi. Nemendum er óheimilt að lána eða leyfa öðrum að prófa hljóðfærið.

9. Nemendum ber að ganga vel um skólann og fara að tilmælum starfsmanna um umgengni. Forðast ber óþarfa hávaða á göngum skólans.

10. Nemendum er óheimilt að vera á kennarastofu skólans, nema með sérstöku leyfi kennara.

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira