logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólinn

Listaskólinn skipar fastan sess í fræðslu- og menningarlífi bæjarins en skólinn samanstendur af:

- Tónlistardeild (áður Tónlistarskóli Mosfellsbæjar)
- Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
- Myndlistarskóla Mosfellsbæjar
- Leikfélagi Mosfellssveitar

Allar undirstofnanir Listaskólans nema tónlistardeildin eru reknar sem sjálfstæðar einingar og gerðir hafa verið samstarfssamningar á milli Listaskólans og Skólahljómsveitar Mosfellsbæjar, Myndlistarskóla Mosfellsbæjar og Leikfélags Mosfellssveitar.

Markmið Listaskólans er að samþætta starfsemi þessara stofnana og að tryggja tengsl milli þeirra. Þá er lögð áhersla á að flétta saman starfsemi Listaskólans við grunn- og leikskóla bæjarins. 

Hlutverk Listaskólans er einnig að auka tengsl við aðila utan stofnana bæjarins, ekki síst starfandi listamenn. Það má því segja að Listaskóli Mosfellsbæjar sé regnhlíf yfir fjölbreytta listastarfsemi í Mosfellsbæ.

Listaskóli Mosfellsbæjar er rekinn og studdur af sveitarfélaginu. Fræðslunefnd fer með málefni Listaskólans í umboði bæjarstjórnar.

Hafðu samband

Aðsetur: Háholt 14, 3. og 4. hæð

Sími:   566-6319 / 566-6819

Skólastjóri: Helga Þórdís Guðmundsdóttir

Opið: Alla virka daga  kl. 13:00-17:00

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira