logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Skólahljómsveit

Skólahljómsveit MosfellsbæjarTilgangur með starfsemi hljómsveitarinnar er að gefa börnum í Mosfellsbæ kost á ódýru og skemmtilegu tónlistarnámi.

Skólahljómsveitin er rekin sem sjálfstæð eining en er hluti af Listaskóla Mosfellsbæjar. Skólahljómsveitin er með aðsetur í Varmárskóla og aðstöðu til kennslu í Lágafellsskóla. Nemendur eru milli 120 - 130 og í þeim hópi eru nokkrir eldri félagar. Hljómsveitinni er skipt í fjóra hópa sem eru byrjendur, yngri deild, eldri deild og gamlir félagar.

Kennt er á hljóðfæri samkvæmt námskrá tónlistarskóla og tónfræði kennd í hljóðfæratímum og í samvinnu við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Nemendur koma tvisvar í viku í einkatíma fyrst um sinn, en einu sinni í viku þegar þeir eru orðnir fullgildir félagar í sveitinni. Samæfingar eru einu sinni í viku fyrir yngstu nemendurna en tvisvar í viku fyrir þá eldri.
Tónfundir eru tvisvar á ári fyrir foreldra og tvennir stórtónleikar vor og haust, en hljómsveitin kemur að jafnaði fram 55-60 sinnum á ári.

Farið er í æfingabúðir auk tónleikahalds og þátttöku á landsmótum Samtaka íslenskra skólahljómsveita. Einnig er samstarf við aðrar hljómsveitir s.s. í Stykkishólmi og Akranesi.

Aðsetur: Í Varmárskóla
Stjórnandi: Daði Þór Einarsson.
Netfang:    dadithor[hja]mos.is  / skomos[hja]ismennt.is

Upplýsingar um þátttöku og innritun í síma: 525 0715

Skjólahljómsveit Mosfellsbæjar á facebook

Hljómsveitin er fyrir nemendur í grunnskólum Mosfellsbæjar en þar fer kennsla fram. Aðsetur er í Varmárskóla & Lágafellskóla. Hljómsveitin kemur fram 50 - 60 sinnum á ári og gegnir mikilvægu tónlistaruppeldi í Mosfellsbæ. Þá er gert ráð fyrir að Skólahljómsveitin þróist með sjálfstæðum hætti í samvinnu við væntanlegan Listaskóla Mosfellsbæjar.
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar 1963

 

AFMÆLISÁR HJÁ SKÓLAHLJÓMSVEIT MOSFELLSBÆJAR 2013

Á haustdögum 1963 eða fyrir 50 árum síðan, hófst kennsla á blásturshljóðfæri í Varmárskóla. Því fer í hönd
afmælisár með veglegu tónleikahaldi. Myndin er tekin í Hlégarði á 20 ára afmælistónleikum 1984.


Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira